Rupert Everett ekki hlynntur ættleiðingum samkynhneigðra

Rupert Everett með Madonnu árið 1999.
Rupert Everett með Madonnu árið 1999. AP

Leikarinn Rupert Everett hefur lýst því yfir að hann sé mótfallinn því að samkynhneigðir karlar ættleiði börn. Leikarinn, sem sjálfur er samkynhneigður segir í viðtali við breska blaðið Daily Express: “Almáttugur ég myndi aldrei gera barni það. Geturðu ímyndað þér hvernig það er að koma með tvo feður á ræðudaga í skólanum og að þurfa að hlusta á þessi skelfilegu drottningarlegu rifrildi þegar þú ert að reyna að sofna?”

Leikarinn, sem er 48 ára, segist einnig vera slæmur guðfaðir: “Ég elska börn. Ég á tíu guðbörn en ég er ekki sérlega góður guðfaðir. Ég gleymi afmælisdögum og ég er ekki hrifin af mæðradeginum og feðradeginum. Ég er ekki einu sinni hrifinn af jólunum. Mér finnst þetta allt svolítið sjúkt. Fólk er beitt tilfinningalegum þrýstingi til að fá það til að eyða öllum þessum peningum. Þannig að ég held ekki að ég muni ættleiða. Ég held ekki að það sé fyrir mig.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup