Umtalað viðtal við Spears birt á föstudag

Það vakti mikla athygli er söngkonan Britney Spears rakaði af …
Það vakti mikla athygli er söngkonan Britney Spears rakaði af sér allt hárið fyrr á þessu ári. Reuters

Sarah Ivens, ritstjóri tímritsins OK! sem sérhæfir sig í umfjöllun um líf ríka og fræga fólksins, segir á vefsíðunni TMZ að forsvarsmenn tímaritsins hafi ákveðið að birta viðtal sem tekið var við söngkonuna Britney Spears. Áður hafði verið greint frá því að framkoma Spears á meðan á viðtalinu stóð hafi verið með þeim hætti að forsvarsmenn tímaritsins hafi efast um að rétt væri að birta viðtalið.

Á vefsíðpunni segir Ivens að starsfólk blaðsins hafi átt afar erfiðan dag með Spears og orðið vitni að því, frá fyrstu hendi, hversu illa hún sé stödd tilfinningalega. Þá segir hún framkomu söngkonunnar vera ákall á hjálp sem muni gera lesendur blaðsins undrandi og dapra. “Nú á föstudaginn verður sannleikurinn leiddur í ljós á blaðsölustöðunum,” segir hún.

Spears sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Kevin Federline í nóvember á síðasta ári, einungis tveimur máuðum eftir að hún fæddi annað barn þeirra en eldra barn þeirra er fætt í september árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup