Jennifer Lopez og Marc Anthony saman í tónleikaferðalag

Marc Anthony og Jennifer Lopez hafa verið gift í þrjú …
Marc Anthony og Jennifer Lopez hafa verið gift í þrjú ár. AP

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hefur tilkynnt að hún ætli að fara í sína fyrstu tónleikaferð með eiginmanni sínum, söngvaranum Marc Anthony. Hjónin munu hefja tónleikaferðalagið þann 29. september í Atlantic City í New York, en hjónin munu í framhaldinu syngja fyrir aðdáendur sína í Bandaríkjunum, Kanada og Púertó Ríkó.

Lopez og Anthony giftust árið 2004. Þau hyggjast syngja saman og hvort í sínu lagi á tónleikunum auk þess sem þau munu bæði flytja lög á ensku og spænsku.

Kvikmyndin El Cantente, sem fjallar um söngvarann Hector Lavoe frá Púertó Ríkó, verður brátt frumsýnd, en í myndinni leika þau Lopez og Anthony aðalhlutverkin.

Þau hafa aðeins einu sinni sungið opinberlega saman, en það var á Grammy-hátíðinni árið 2005.

Í samtali við Billboard tónlistartímaritið sagðist Marc Anthony að hann hlakki til að kynna fyrir eiginkonu hvernig það er að vera á tónleikaferðalagi. „Jennifer hefur aldrei farið í tónleikaferðalag,“ sagði hann og bætti við: „Ég hef hinsvegar verið á ferðalagi allt mitt líf. Nú er tækifæri fyrir mig að segja: „Guð minn góður, þetta gæti verið skemmtilegt.““

BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar