Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.

Kampavínið flæddi á Crystal-klúbbnum um síðustu helgi.
Kampavínið flæddi á Crystal-klúbbnum um síðustu helgi. Reuters

Það tók kaupsýslumann frá Mið-Austurlöndum aðeins um fimm tíma að eyða rúmlega 105.000 pundum (tæpum 13 milljónum kr.) í kampavín og vodka þegar hann heimsótti næturklúbb í London um síðustu helgi.

Fraser Donaldson, sem starfar hjá næturklúbbnum Crystal, hefur starfað í þessum þessum geira í 20 ár og hann segist aldrei hafa séð svo háan reikning frá einum viðskiptavini. Næturklúbburinn Crystal er sagður vera í miklu uppáhaldi hjá Harry Bretaprins.

Viðskiptajöfurinn, sem var ekki nefndur á nafn, mætti á næturklúbbinn á miðnætti sl. laugardagskvöld ásamt vinum sínum, níu konum og átta körlum, og pantaði risavaxna flösku af hvítu víni.

Ekki leið á löngu þar til maðurinn fór að panta Dom Perignon kamapavín, en hver flaska kostar 700 pund. Þá pantaði hann Methuselah, sem eru átta flöskur í einni, af Cristal kampavíni, en það kostaði 30.000 pund.

Fjörið hélt áfram og næst á dagskrá var dýrindis vodka. „Hann sagði einfaldlega: „Haldið áfram að koma með drykki,““ sagði talsmaður næturklúbbsins.

Þegar fólkið fór kl. fimm um morguninn hljóðaði reikingurinn upp á 81.471,50 pund. Þegar skattur og þjónustugjöld var bætt við var reikningurinn kominn upp í 105.805,28 pund. Inni í verðinu voru sex kók-flöskur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar