Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.

Kampavínið flæddi á Crystal-klúbbnum um síðustu helgi.
Kampavínið flæddi á Crystal-klúbbnum um síðustu helgi. Reuters

Það tók kaup­sýslu­mann frá Mið-Aust­ur­lönd­um aðeins um fimm tíma að eyða rúm­lega 105.000 pund­um (tæp­um 13 millj­ón­um kr.) í kampa­vín og vod­ka þegar hann heim­sótti næt­ur­klúbb í London um síðustu helgi.

Fraser Don­ald­son, sem starfar hjá næt­ur­klúbbn­um Crystal, hef­ur starfað í þess­um þess­um geira í 20 ár og hann seg­ist aldrei hafa séð svo háan reikn­ing frá ein­um viðskipta­vini. Næt­ur­klúbbur­inn Crystal er sagður vera í miklu upp­á­haldi hjá Harry Bretaprins.

Viðskipta­jöf­ur­inn, sem var ekki nefnd­ur á nafn, mætti á næt­ur­klúbb­inn á miðnætti sl. laug­ar­dags­kvöld ásamt vin­um sín­um, níu kon­um og átta körl­um, og pantaði risa­vaxna flösku af hvítu víni.

Ekki leið á löngu þar til maður­inn fór að panta Dom Perignon kamapa­vín, en hver flaska kost­ar 700 pund. Þá pantaði hann Met­huselah, sem eru átta flösk­ur í einni, af Cristal kampa­víni, en það kostaði 30.000 pund.

Fjörið hélt áfram og næst á dag­skrá var dýr­ind­is vod­ka. „Hann sagði ein­fald­lega: „Haldið áfram að koma með drykki,““ sagði talsmaður næt­ur­klúbbs­ins.

Þegar fólkið fór kl. fimm um morg­un­inn hljóðaði reik­ing­ur­inn upp á 81.471,50 pund. Þegar skatt­ur og þjón­ustu­gjöld var bætt við var reikn­ing­ur­inn kom­inn upp í 105.805,28 pund. Inni í verðinu voru sex kók-flösk­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell