Lohan í meðferð á ný

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan á mynd sem lögregla birti eftir …
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan á mynd sem lögregla birti eftir handtöku hennar í gær. Reuters

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan var lögð inn á ótilgreinda meðferðarstofnun í gær eftir að hún var handtekin vegna ölvunaraksturs. Leikkonan var handtekin eftir að hún elti bifreið móður aðstoðarkonu sinnar en aðstoðarkonan hafði sagt starfi sínu lausu fyrr um daginn. Við handtökuna fannst einnig lítið magn kókaíns á Lohan.

"Lindsay er á öruggum stað og við erum að skipulega að leita leiða til að finna út úr því hvað best er að gera næst,” segir móðir hennar Dina.”Við gerum allt sem við getum til að styðja Lindsay og ég mun ekki gefast upp við það. Hún er dóttir mín og ég elska hana.”

Lohan mun sjálf hafa haldið því fram við handtökuna að hún ætti ekki fíkniefnin og að móðir aðstoðarkonunnar hafi næstum ekið á sig. Þá bað hún um að fá að halda einkalífi sínu út af fyrir sig.

Tvær vikur eru frá því leikkonan var útskrifuð af Malibu's Promises meðferðarheimilinu eftir 45 daga meðferð þar. Samkvæmt upplýsingum lögfræðings hennar hafði hún gengið með ökklaband sem mældi alkóhólmagn í líkama hennar. Þess mun fyrst hafa orðið vart í gær og var bandið fjarlægt í kjölfar þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar