Kryddpíurnar bæta við tónleikum

Kryddpíurnar
Kryddpíurnar Reuters

Kryddpíurnar hafa bætt þrennum nýjum tónleikum við tónleikaferðalag sitt. Er þetta gert vegna mikillar eftirspurnar eftir miðum. Kryddpíurnar, Victoria Beckham, Mel B, Emma Bunton, Mel C og Geri Halliwell, greindu frá því í lok júní að þær ætluðu í tónleikaferð um heiminn en það er fyrsta tónleikaferð þeirra frá því að þær hættu samstarfi árið 2001.

Á vef þeirra kemur fram að þrjár milljónir manna hafi óskað eftir því að kaupa miða á tónleika þeirra.

Kryddpíurnar munu bæta við tónleikum í Vancouver, San Jose og Shanghæ. Áður höfðu þær ákveðið að halda tónleika í Lundúnum, Las Vegas, Los Angeles, New York, Köln, Madríd, Hong Kong, Sydney, Höfðaborg og Buenos Aires.

Í tengslum við tónleikana munu þær gefa út safndisk með tónlist frá frægðardögum sínum. Kemur diskurinn út í desember, sjö árum eftir að síðasta hljómplata þeirra kom út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir