Filippseyskir fangar vekja lukku á YouTube

Jackson í gervi uppvaknings í myndbandinu við Thriller.
Jackson í gervi uppvaknings í myndbandinu við Thriller.

Myndband sem sýnir um 1.600 fanga í appelsínumgulum fangabúningum dansa við lög eins og til að mynda Thriller með Michael Jackson hefur slegið í gegn á YouTube undanfarna daga. Dans fanganna, sem eru í fangelsi á Filippseyjum, fer eins og eldur í sinu um netheima og hafa um tvær milljónir manna horft á myndbandið.

En fangarnir taka ekki bara dansspor við Thriller heldur dansa þeir dátt undir tónum Queen sem og tónlist úr kvikmydninni Sister Act.

Þessar miklu vinsældir hafa komið föngunum í opna skjöldu enda er dansinn liður í endurhæfingu þeirra í fangelsinu. Koma fangarnir saman tvisvar á dag til að dansa með þjálfara sínum Byron Garcia, sem setti myndbandið inn á YouTube.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar