Kvikmyndin um Simpsonsfjölskylduna fram úr vonum

AP

Aðsókn að kvikmyndinni um Simpsonsfjölskylduna hefur verið meiri í Bandaríkjunum og Kanada nú um helgina en vænst var, og námu tekjur af myndinni á frumsýningardaginn vestanhafs, á föstudaginn, rúmlega 29 milljónum Bandaríkjadala. Það sem af er árinu hafa einungis fjórar myndir skilað meiri tekjum á frumsýningardegi.

Fréttaskýrendur spá því að tekjur af myndinni núna um helgina nemi alls um 50 milljónum dala, en dreifingarfyrirtækið 20 Century Fox, sem er með myndina á sínum snærum, hafði lýst því yfir að vonast væri eftir um 35 milljónum í tekjur fyrstu sýningarhelgina.

Teiknimyndin Shrek the Third, sem frumsýnd var í maí, skilaði um 39 milljónum dala í tekjur á fyrsta degi, og 121,6 milljónum fyrstu sýningarhelgina.

Ný mynd með Catharine Zeta-Jones, "No Reservations," skilaði ekki nema fjórum milljónum, og er fimmta tekjuhæsta myndin að þessu sinni, en nýja myndin með Lindsay Lohan, "I Know Who Killed Me," skilaði ekki nema 1,3 milljónum, og er í níunda sæti á vinsældalistanum þessa helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir