Steve Martin í það heilaga

Steve Martin.
Steve Martin. Reuters

Gamanleikarinn Steve Martin gekk að eiga unnustu sína, Anne Stringfield, í gær. Fór giftingarathöfnin fram á heimili Martins í Los Angeles og gaf Bob Kerrey, öldungadeildarþingmaður og vinur Martins, brúðhjónin saman. Um sjötíu gestir voru viðstaddir, en þeim hafði verið boðið í samkvæmi án þess að sagt væri hvað stæði til og kom því giftingin á óvart.

Meðal gesta voru Tom Hanks, Diane Keaton, Eugene Levy, Carl Reiner og Ricky Jay.

Þetta er í annað sinn sem Martin kvænist. Hann var áður kvæntur leikkonunni Victoriu Tennant. Hann er 61 árs. Stingfield er 35 ára rithöfundur sem m.a. hefur starfað á tímaritinu The New Yorker.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar