Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, er sextugur í dag. Í viðtali við austurrískt dagblað í dag, en Schwarzenegger er fæddur og uppalinn í Austurríki, að hann eigi sér eina ósk á afmælisdaginn, að orðspor Bandaríkjanna í heiminum batni.
„Ósk mín er sú að þetta frábæra land nái fyrri orðstír að nýju í heiminum," bætti ríkisstjórinn því við að sú sé ekki raunin í dag og að hann vonist til þess að breyting verði á því fljótlega.
Schwarzenegger segir í viðtalinu að sér líði ekki eins og hann sé sextugur. Hann sé í góðu formi og líði frábærlega miðað við aldur.
Schwarzenegger er fæddur í þorpinu Thal í Styria-héraði í Austurríki og varð fyrst frægur fyrir líkamsburði sína. Hann varð síðar leikari en hann hefur verið bandarískur ríkisborgari frá árinu 1984.