Gary Oldman er „svalur pabbi“

Gary Oldman.
Gary Oldman. Reuters

Gary Oldman segir að hlutverk hans sem Sirius Black í myndinni um Harry Potter hafi gert hann að „svölum pabba“.

Oldman segir að börnum hans þyki hann ótrúlega flottur eftir að hafa leikið í síðustu þremur myndunum um Potter. Honum líkar ágætlega við persónuna þar sem að er óútreiknanlegur og hviklyndur en ekki vondur gaur.

„En mér líkaði einnig að hann átti að virðast vera vondur en var það svo í rauninni ekki. Og auðvitað af því að ég á börn núna og þau elska það að ég leiki í Harry Potter myndunum“.

Leikarinn kynntist vel stjörnu myndanna, Daniel Radcliffe. Hann segir ungu leikara myndanna vera frábæra og segir félagsskap þeirra minna á stemmninguna í leikhúsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar