Nicolas Sarkozy á meðal þeirra best klæddu

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti (t.v.) þykir vera smekkmaður í klæðaburði að …
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti (t.v.) þykir vera smekkmaður í klæðaburði að mati Vanity Fair. Ekki fylgir sögunni hvað tískuráðgjöfum tímaritisins þyki um Muammar Gaddafi, forseta Líbýu. AP

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur bæst á lista tímaritsins Vanity Fair yfir þá karla sem þykja bera af í klæðnaði, en hann er þá kominn í hóp Hollywood-stjarna á borð við George Clooney.

Tímaritið birtir árlega lista yfir best klædda fólkið en þetta er í 68. sinn sem listinn er birtur. Meðal annarra sem komast á listann er fyrrum japanski knattspyrnumaðurinn Hidetoshi Nakata, rokkarinn Lenny Kravitz og leikstjórinn Sofia Coppola.

Meðal þeirra para sem þykja bera af í klæðnaði árið 2007 eru Brad Pitt og Angelina Jolie auk Davids Victoriu Beckham eiginkona hans. David Beckham hefur áður komist á listann yfir þá best klæddu en þetta er í fyrsta sinn sem þau hjónin komast saman á listann sem eitt best klædda parið.

Meðal annarra sem munu birtast á síðum tímaritsins, sem verður sett í sölu á miðvikudag, eru Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump, Renee Zellweger og breski leikarinn Richard E. Grant.

Hjónin David og Victoria Beckham komast nú í fyrsta sinn …
Hjónin David og Victoria Beckham komast nú í fyrsta sinn á lista Vanity Fair yfir best klæddu pörin. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar