Usher aflýsir brúðkaupi

00:00
00:00

Brúðkaupi söngv­ar­ans Us­her var af­lýst á síðustu stundu á laug­ar­dag. Söngv­ar­inn átti að kvæn­ast óléttri kær­ustu sinni Tameku Foster á býli Reid Hampt­ons, plötu­út­gef­anda.

Umboðsmaður Us­her gaf enga skýr­ingu á því að brúðkaupið var blásið af og ekki er vitað hvort parið er enn trú­lofað.

100 manns hafði verið boðið en móðir brúðgum­ans og guðfaðir hans voru ekki þeirra á meðal þar sem þau hafa verið á móti ráðahagn­um. Í apríl á þessu ári var sagt frá því að Tameka væri ólétt eft­ir ann­an mann, en parið hef­ur neitað því. Tameka á þrjú börn fyr­ir og er sögð bera barn fyrr­ver­andi manns síns und­ir belti.

Marg­ir aðdá­end­ur Us­her hafa lýst óánægju með Tameku eft­ir að sögu­sagn­ir fóru á kreik þess efn­is að hún hafi staðið fyr­ir því að Us­her rak móður sína úr starfi umboðsmanns. Þá hef­ur söngv­ar­inn birt opið bréf þar sem hann seg­ist ham­ingju­sam­ur og að Tameka sé ekki að nota hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell