Húkkaraball með Magna og Toby

Toby Rand fægir hausinn á Magna
Toby Rand fægir hausinn á Magna mbl.is/Matthías Ingimarsson

Tónlistarhátíðin Bræðslan fór fram um helgina og á meðal þeirra sem komu fram var Magni rokkstjarna sem frumflutti efni af væntanlegri sólóplötu. Ágætur rómur var gerður að tónleikunum og ljóst að Magni hyggur á heimsyfirráð eða ... eitthvað þaðan af minna.

Til að hjálpa sér með heimsfrægðina ku Magni vera kominn í samband við umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að koma á framfæri hæfileikafólki sem komist hefur langt í raunveruleikaþáttum á borð við American Idol. Verður það að teljast deginum ljósara að ef eitthvað er að marka frammistöðu Magna í Rock Star þáttunum þá eigi hann greiða leið að hjörtum Bandaríkjamanna – en þangað til verða íslensk hjörtu víst að duga.

Magni kemur fram á sérstöku Reykjavíkur-húkkaraballi annað kvöld á Gauki á Stöng og með honum verða ekki einungis félagar hans í Á móti sól heldur einnig Ástralinn og Rock Star-vinur Magna, Toby Rand. Reikna má með skemmtilegum tónleikum enda Toby hrókur alls fagnaðar og hver veit nema Magni taki akústíska útgáfu af Radiohead-laginu "Creep."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir