París Hilton gerð arflaus?

Paris Hilton.
Paris Hilton. Reuters

París Hilton á, samkvæmt heimildum, að hafa verið gerð arflaus af rúmlega 3,1 milljarði króna arfi vegna hegðunar hennar undanfarið. Hún reitti afa sinn, Barron Hilton stjórnarformann Hilton hótelkeðjunnar, svo til reiði með hegðun sinni að hann gerði hana arflausa.

Hann er sagður skammast sín fyrir fangelsisvist og kynlífsmyndbönd barnabarnsins og því látið strika hana út úr erfðaskránni.

Afi Hilton hefur ekki enn fyrirgefið París fyrir að hafa samið um að fá hagnað af kynlífsmyndbandi sem fyrrverandi kærasti hennar setti á netið í óþökk hennar.

Jerry Oppenheimer, höfundur ævisögu Barrons Hiltons, segir hinn 79 ára gamla mógul skammast sín fyrir það hvernig París hefur dregið nafnið í svaðið og vilji því ekki láta henni óverðskuldaðan arf í té.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan