Ljósmyndari segir Britney hafa hent í sig pela

Britney Spears.
Britney Spears. Reuters

Britney Spears henti pela í ljósmyndara og hótaði honum og félaga hans öllu illu er þeir tóku myndir af henni þegar hún kom út af heilsulind í Las Vegas í síðustu viku, að því er ljósmyndararnir segja í yfirlýsingu sem lögmaður þeirra birti í gær.

Britney æpti að öðrum ljósmyndaranum, Andrew Deetz: „Ég skal drepa þig!“ og lét bölbænir fylgja. Þá segir Deetz að lífvörður Britneyjar hafi lagt hendur á sig, og er Deetz að undirbúa lögsókn.

Hinn ljósmyndarinn heitir Kyle Henderson, en þeir starfa báðir hjá fyrirtækinu Flynet Pictures, sem sérhæfir sig í myndum af frægu fólki. Meðal fastra viðskiptavina fyrirtækisins eru tímarit eins og People og US Weekly.

Deetz og Henderson tóku myndir af Britneyju og börnum hennar tveim koma út af heilsulind í Wynn-hótelinu í Las Vegas á fimmtudaginn. Tveir lífverðir fylgdu Britney og börnunum.

Annar lífvörðurinn, Cesar Julio Camera, hrinti Henderson upp að vegg og hélt honum uns öryggisverðir frá hótelinu komu á vettvang og báðu Henderson að hverfa á brott. Ljósmyndararnir segjast hafa verið á leið af vettvangi þegar lífvörðurinn hafi ráðist á Deetz aftan frá, haft hann undir og barið hann og lamið uns öryggisverðir skárust í leikinn.

Britney hljóp í áttina að hinum ljósmyndaranum en öryggisvörður stöðvaði hana. Þá henti hún pela í ljósmyndarann og æpti á hann að hún ætlaði að drepa hann eða ráða einhvern til þess.

Lögmenn Britneyjar hafa ekki viljað tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir