Britney vildi ekki sitja næst Viktoríu - eða öfugt

Ekki allstaðar vinsæl.
Ekki allstaðar vinsæl. AP

Fregnir herma að Britney Spears hafi ekki tekið í mál að sitja við næsta borð við Beckhamhjónin á veitingastað í Hollywood í síðustu viku, og hafi strunsað út. Samkvæmt öðrum heimildum var þessu öfugt farið - það var Viktoría sem sagðist ekki koma nálægt Britney.

Blaðið Daily News í New York hefur eftir heimildamanni að Britney hafi komið á veitingastaðinn í Chateau Marmont-hótelinu í Hollywood á þriðjudaginn í síðustu viku og verið boðið borð við hliðina á Beckhamhjónunum, sem sátu að snæðingi á staðnum.

En Britney hafi ekki viljað sitja við hliðina á Viktoríu og hafi því strunsað með föruneyti sínu yfir á veitingahúsið Il Sole í staðinn.

En heimildamaður sem var á Chateau Marmont umrætt kvöldi sagði aftur á móti við tímaritið Closer að það hafi verið Viktoría sem brást ókvæða við þegar Britney fékk borð við hliðina á þeim hjónum.

Hafi Viktoría orðið bálreið og dregið Davíð á brott og sagt þjónustufólkinu að það væri fáránlegt að ætlast til að þau sætu við hliðina á „hrakinu“ Britney.

Þá er Viktoría sögð hafa bakað sér óvild starfsfólks staðarins með því að láta fjölmiðlafólk ætíð vita af því þegar von er á henni á staðinn, en starfsfólkið reynir eftir fremsta megni að halda papparössum fjarri.

„Chateau Marmont reynir að tryggja fræga fólkinu frið á staðnum, og þeim er mjög illa við Viktoríu þar. En þau kunna ágætlega við Davíð,“ sagði heimildamaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup