Britney vildi ekki sitja næst Viktoríu - eða öfugt

Ekki allstaðar vinsæl.
Ekki allstaðar vinsæl. AP

Fregnir herma að Britney Spears hafi ekki tekið í mál að sitja við næsta borð við Beckhamhjónin á veitingastað í Hollywood í síðustu viku, og hafi strunsað út. Samkvæmt öðrum heimildum var þessu öfugt farið - það var Viktoría sem sagðist ekki koma nálægt Britney.

Blaðið Daily News í New York hefur eftir heimildamanni að Britney hafi komið á veitingastaðinn í Chateau Marmont-hótelinu í Hollywood á þriðjudaginn í síðustu viku og verið boðið borð við hliðina á Beckhamhjónunum, sem sátu að snæðingi á staðnum.

En Britney hafi ekki viljað sitja við hliðina á Viktoríu og hafi því strunsað með föruneyti sínu yfir á veitingahúsið Il Sole í staðinn.

En heimildamaður sem var á Chateau Marmont umrætt kvöldi sagði aftur á móti við tímaritið Closer að það hafi verið Viktoría sem brást ókvæða við þegar Britney fékk borð við hliðina á þeim hjónum.

Hafi Viktoría orðið bálreið og dregið Davíð á brott og sagt þjónustufólkinu að það væri fáránlegt að ætlast til að þau sætu við hliðina á „hrakinu“ Britney.

Þá er Viktoría sögð hafa bakað sér óvild starfsfólks staðarins með því að láta fjölmiðlafólk ætíð vita af því þegar von er á henni á staðinn, en starfsfólkið reynir eftir fremsta megni að halda papparössum fjarri.

„Chateau Marmont reynir að tryggja fræga fólkinu frið á staðnum, og þeim er mjög illa við Viktoríu þar. En þau kunna ágætlega við Davíð,“ sagði heimildamaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup