Gítarleikari Queen leggur fram doktorsverkefni

Brian May.
Brian May. Reuters

Brian May, gítarleikari hljómsveitarinnar Queen, ætlar í dag að leggja fram doktorsverkefni sitt í stjörnufræði, 36 árum eftir að hann lagði það til hliðar og gekk til liðs við hljómsveitina. Hann var fyrir skömmu á Tenerife við rannsóknir á rykskýjamyndun í dýrahringnum.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

May er sextugur og ætlar nú að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, en hann stundaði nám við Imperial College í London áður en hann snéri sér að rokkinu.

Nokkrar vikur kunna að líða áður en May fær úr því skorið hvort honum verður veitt doktorsgráða.

„Ég efast ekki um að Brian May hefði orðið frábær vísindamaður hefði hann lokið doktorsverkefni sínu 1971,“ sagði stjarneðlisfræðingurinn Garik Israelian, sem vann að rannsóknunum á Tenerife með May. „En sem Queen-aðdáandi er ég mjög glaður yfir því að hann skyldi taka sér frí frá vísindastörfum um tíma!“

Doktorsverkefni Mays ber titilinn „Radial Velocities in the Zodiacal Dust Cloud,“ og mun hann verja það 23. ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka