Spurningar um engla verða ekki liðnar

Marta Lovísa, Noregsprinsessa og Ari Behn, eiginmaður hennar.
Marta Lovísa, Noregsprinsessa og Ari Behn, eiginmaður hennar.

Nýlegar yfirlýsingar norsku prinsessunnar Mörtu Lovísu um að hún sé skyggn og hafi stofnað óhefðbundinn skóla þar sem hún hyggst kenna fólki hvernig það kemst í samband við engla, hafa vakið mikla athygli í Noregi og víðar. Óttast er að blaðamenn verði aðgangsharðir við prinsessuna þegar hún kemur fram við opinber tækifæri á næstunni.

Prinsessan er verndari Special Olympics í Noregi og mun koma fram á blaðamannafundi 11. ágúst við upphaf sumarleikanna á Bislettleikvanginum. „Við óttumst að Marta Lovísa stoppi stutt ef hún verður spurð um skólann Astarte Education," hefur fréttavefur Aftenposten eftir Geir Smeby, upplýsingafulltrúa leikanna.

Smeby segir, að blaðamenn fái ekki að spyrja prinsessuna um engla á blaðamannafundinum og þeim sem brjóta það bann verði vísað út.

Smeby segir, að það sé norska hirðin, sem hafi ákveðið þessar reglur og þær verði gefnar út með formlegum hætti í næstu viku.

„Við bjóðum fjölmiðlum að koma og skrifa um starfsemi okkar en ekki um annað. Fjölmiðlar hafa til þessa ekki haft áhuga á starfsemi okkar en nú gefst ef til vill tækifæri til að vekja athygli á aðstæðum þroskaheftra barna og þátttöku prinsessunnar í starfinu," segir Smeby.

Norskir fjölmiðlar gagnrýna að setja eigi reglur um spurningar á blaðamannafundum og er haft eftir framkvæmdastjóra norska blaðamannafélagsins, að fjölmiðlamenn eigi að spyrja þeirra spurninga, sem þeim finnist eiga við. Það sé svo undir viðmælendum komið hvort þeir svari spurningunum. Segir framkvæmdastjórinn, að prinsessan hefði átt að geta séð fyrir afleiðingarnar af opinberum yfirlýsingum um dulræna hæfileika sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir