Murphy viðurkennir að eiga barn með Mel B

Mel B.
Mel B. Reuters

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Eddie Murphy hefur loks viðurkennt að vera faðir stúlkubarns, sem breska söngkonan Mel B. eignaðist fyrir fjórum mánuðum. Murphy sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem hann segist munu axla þá ábyrgð sem fylgi föðurhlutverkinu.

Mel B. tilkynnti á miðvikudagskvöld, að hún hefði höfðað faðernismál á hendur Murphy, sem þangað til í gærkvöldi neitaði að viðurkenna að hann ætti barnið þótt DNA rannsóknir sýndu fram á það.

Þau Murphy og Mel B. bjuggu saman um tíma og söngkonan fullyrðir að þau hafi lagt á ráðin um barneignir. Þessu neitar Murphy í yfirlýsingu sinni og segir þau aldrei hafa gert neinar áætlanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan