Óvænt Íslandsferð Kim Wilde

Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.
Kim Wilde ásamt Michael Jackson árið 1988.

Breska poppstjarnan Kim Wilde eyddi nóttinni óvænt á Íslandi. Til stendur að hún komi fram á tónlistarhátíð í Færeyjum í kvöld ásamt danska söngvaranum Bryan Rice. Þau lögðu af stað með flugvél frá Kaupmannahöfn í gær en flugvélin varð að lenda á Egilsstöðum vegna þess að ekki var hægt að lenda í Vogum í Færeyjum vegna þoku.

Reyna átti nú í morgun að fljúga til Færeyja á ný. Að sögn færeyska blaðsins Sosialurin eru tónleikahaldarar rólegir því Rice á ekki að koma fram fyrr en síðdegis og Wilde klukkan 22 í kvöld.

Kim Wilde öðlaðist frægð á níunda áratug síðustu aldar og kom þá mörgum lögum á vinsældalista víða um heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup