Ný mynd um Jason Bourne fékk mesta aðsókn vestanhafs

Matt Damon og Julia Stiles í hlutverkum sínum í The …
Matt Damon og Julia Stiles í hlutverkum sínum í The Bourne Ultimatum.

Þriðja kvikmyndin um Jason Bourne, söguhetju rithöfundarins Roberts Ludlums, fékk langmesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina og námu tekjur af sýningu myndarinnar 70,2 milljónum dala. Myndin, sem nefnist The Bourne Ultimatum, hefur fengið einróma lof gagnrýnenda, sem er óvenjulegt þegar spennumynd á í hlut.

Matt Damon leikur Bourne, eins og í hinum myndunum tveimur, og Paul Greengrass leikstýrir einnig myndinni. Kvikmyndin um Simpsonfjölskylduna, sem var í 1. sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sæti en sú mynd hefur einnig fengið góða dóma. Fjölskyldumyndin Underdog frá Disney fór beint í 3. sætið.

Listinn yfir mest sóttu myndirnar er eftirfarandi:

  1. The Bourne Ultimatum
  2. The Simpsons Movie
  3. Underdog
  4. I Now Pronounce You Chuck & Larry,"
  5. Hairspray
  6. Harry Potter and the Order of the Phoenix
  7. No Reservations
  8. Transformers
  9. Hot Rod
  10. Bratz
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka