Lindsay Lohan komin í meðferð í Utah

Lindsay Lohan í maí sl.
Lindsay Lohan í maí sl. AP

Lindsay Lohan skráði sig inn á meðferðarstofnun í Utah í gær. Hefur starfsfólk stofnunarinnar, Cirque Lodge, staðfest þetta. Lohan hefur verið ákærð fyrir ölvunarakstur, vörslu kókaíns, smygl á fíkniefnum inn á fangelsisstofnun og akstur án ökuréttinda. Hún er 21 árs.

Meðferðin á Cirque Lodge mun standa í mánuð, að minnsta kosti, en tímaritið Town and Country valdi staðinn eina bestu meðferðarstofnun Bandaríkjanna. Lágmarksgjald fyrir meðferð þar eru 30.000 dollarar. Sextán sjúklingar geta gist þar hverju sinni, og í öllum herbergjum eru m.a. nuddpottar.

Síðan Lohan var handtekin í Los Angeles 24. júlí hefur hún verið í felum á heimili Ginu Glickman, sem er vinur Lohan-fjölskyldunnar. Á föstudaginn flaug Lohan til New York til að verja helginni með fjölskyldu sinni áður en hún hélt til Utah.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka