Viktoría Beckam kennir Tom Cruise ensku

„Blimey!“
„Blimey!“ Reuters

Viktoría Beckham hefur tekið að sér að kenna vini sínum Tom Cruise ensku. Cruise er ákaflega hrifinn af slangurorðaforða Viktoríu, og bað hana að kenna sér öll orð og orðtæki sem hún kann, eins og til dæmis „bloody hell“ og „blimey,“ sem Cruise þykir aldeilis stórkostlegt.

Haft er eftir heimildamanni að Cruise sé ákaflega hrifinn af breskri ensku vegna þeirra sérkennilegu orðatiltækja sem hún býr yfir.

Alltaf þegar hann sé í heimsókn hjá nágrönnum sínum Beckhamhjónunum og Viktoría segi eitthvað sérlega breskt hendi Cruise það á lofti og taki að herma eftir henni.

En Tom Cruise mun ekki vera sá eini sem er gagntekinn af móðurmáli Viktoríu. Will Smith hefur einnig líkt eftir henni og hent orðtæki hennar á lofti.

„Viktoría hefur gaman að því hve mikinn áhuga Tom sýnir daglegu máli hennar. En hún er farin að venjast þessu vegna þess að annar vinur hennar, Will Smith, hefur einnig gaman að því að hafa eftir breska hreiminn hennar og orðalag. Hún fær oft að heyra slíkt,“ er haft eftir heimildamanninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir