Hákarlamyndin reyndist vera fölsuð

Hákarlamynd Keebles.
Hákarlamynd Keebles.

Englendingar geta nú andað léttara en upplýst hefur verið, að mynd sem sögð var vera af mannætuhákarli og tekin við suðvesturströnd Englands í sumar, var fölsuð. Mikið uppnám varð í sumar þegar myndin birtist í þarlendum fjölmiðlum og blaðið The Sun gekk svo langt að vara almenning við því að synda í sjónum á þessum slóðum.

Það var dyravörðurinn Kevin Keeble, sem fullyrti að hann hefði undir höndum mynd af hvítháfi, stærsta ránfiski í heimi, sem tekin hefði verið við strönd Cornwall. Þar eru fjölfarnar strendur.

Í gær kom Keeble í viðtal í blaðinu Newquay Voice og sagði að myndin hefði verið tekin þegar hann var í fríi í Suður-Afríku. Hann segist ekki hafa trúað því að nokkur myndi taka þessa blekkingu alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach