Hákarlamyndin reyndist vera fölsuð

Hákarlamynd Keebles.
Hákarlamynd Keebles.

Englendingar geta nú andað léttara en upplýst hefur verið, að mynd sem sögð var vera af mannætuhákarli og tekin við suðvesturströnd Englands í sumar, var fölsuð. Mikið uppnám varð í sumar þegar myndin birtist í þarlendum fjölmiðlum og blaðið The Sun gekk svo langt að vara almenning við því að synda í sjónum á þessum slóðum.

Það var dyravörðurinn Kevin Keeble, sem fullyrti að hann hefði undir höndum mynd af hvítháfi, stærsta ránfiski í heimi, sem tekin hefði verið við strönd Cornwall. Þar eru fjölfarnar strendur.

Í gær kom Keeble í viðtal í blaðinu Newquay Voice og sagði að myndin hefði verið tekin þegar hann var í fríi í Suður-Afríku. Hann segist ekki hafa trúað því að nokkur myndi taka þessa blekkingu alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka