Moss kallar Doherty „svikarottu“

Kate Moss.
Kate Moss. AP

Kate Moss kallaði kærastann sinn fyrrverandi, Pete Doherty, svikarottu er hún las einkaviðtal bresks dagblaðs við hann í síðustu viku þar sem hann greindi opinskátt frá sambandi þeirra, kallaði hana „andstyggilega kerlingu“ og grátbað hana um að hefja sambandið á ný.

Fregnir herma að Kate hafi brugðið svo mikið við að lesa viðtalið að hún hafi æpt upp yfir sig og kallað Pete öllum illum nöfnum og sagt að hann væri „svikarotta.“ Heimildamaður bandaríska tímaritsins US Weekly sagði ennfremur: „Nú vill hún bara gleyma honum.“

Vinir hennar hafi ráðið henni að kaupa sér þögn Petes með rausnarlegu „framlagi.“

Í viðtalinu í síðustu viku sagði Pete meðal annars: „Ég vil bara segja henni það, að ég elska hana. Kate er bæði afbrýðisöm og tortryggin. Hún er andstyggileg kerling og hún sparkaði í hausinn á mér. En ég elska hana vegna þess sem hún gerir og vegna þess að hún er margfaldur milljónamæringur!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka