Britney bakkaði á bíl undir vökulu auga papparassa

Reuters

Úbbs, hún gerði það aft­ur. Und­ir vök­ul­um aug­um mynda­véla papp­arass­anna bakkaði Brit­ney Spe­ars blæju­bíln­um sín­um á silf­ur­lit­an Mercedes Bens á bíla­stæði í Studio City, at­hugaði hvort henn­ar eig­in bíll hefði skemmst eitt­hvað og fór síðan að versla.

En mynd­irn­ar af þessu öllu sam­an komu fyr­ir augu eig­anda Bens­ins, sem áttaði sig þegar í stað á því hver hafði skemmt bíl­inn henn­ar. Ben­seig­and­inn var 59 ára göm­ul hjúkr­un­ar­kona, Kim Rob­ard-Rif­kin, og tjáði hún afþrey­inga­f­rétta­vef að eng­inn full­trúi Brit­n­eyj­ar hefði haft sam­band vegna ákeyrsl­unn­ar.

„Það er nú hálf leiðin­legt vegna þess að ég var virki­lega að vona að hún myndi haga sér eins og al­menni­leg mann­eskja,“ sagði Rob­ard-Rif­kin. „Það var eins og bíll­inn minn skipti hana engu máli, hana varðaði ekk­ert um þau óþæg­indi sem ég hefði orðið fyr­ir.“

Mynd­band sem sýn­ir Brit­n­eyju, með hvolp í kjölt­unni, reyna að leggja svarta blæju­bíln­um sín­um og rek­ast utan í næsta bíl, var birt á vefn­um, og Rob­ard-Rif­kin sagði að sér hefði verið nokkuð brugðið, en um leið nokkuð skemmt, er hún hafi áttað sig á því hver hefði keyrt á bíl­inn henn­ar. Hún sagðist hafa bú­ist við því að ein­hver full­trúi Brit­n­eyj­ar myndi hafa sam­band.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð gengið. Gerðu við þar sem þarf eða endurnýjaðu hluti sem eru að verða ónýtir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er alltaf auðveldara að sjá hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð gengið. Gerðu við þar sem þarf eða endurnýjaðu hluti sem eru að verða ónýtir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka