Britney bakkaði á bíl undir vökulu auga papparassa

Reuters

Úbbs, hún gerði það aftur. Undir vökulum augum myndavéla papparassanna bakkaði Britney Spears blæjubílnum sínum á silfurlitan Mercedes Bens á bílastæði í Studio City, athugaði hvort hennar eigin bíll hefði skemmst eitthvað og fór síðan að versla.

En myndirnar af þessu öllu saman komu fyrir augu eiganda Bensins, sem áttaði sig þegar í stað á því hver hafði skemmt bílinn hennar. Benseigandinn var 59 ára gömul hjúkrunarkona, Kim Robard-Rifkin, og tjáði hún afþreyingafréttavef að enginn fulltrúi Britneyjar hefði haft samband vegna ákeyrslunnar.

„Það er nú hálf leiðinlegt vegna þess að ég var virkilega að vona að hún myndi haga sér eins og almennileg manneskja,“ sagði Robard-Rifkin. „Það var eins og bíllinn minn skipti hana engu máli, hana varðaði ekkert um þau óþægindi sem ég hefði orðið fyrir.“

Myndband sem sýnir Britneyju, með hvolp í kjöltunni, reyna að leggja svarta blæjubílnum sínum og rekast utan í næsta bíl, var birt á vefnum, og Robard-Rifkin sagði að sér hefði verið nokkuð brugðið, en um leið nokkuð skemmt, er hún hafi áttað sig á því hver hefði keyrt á bílinn hennar. Hún sagðist hafa búist við því að einhver fulltrúi Britneyjar myndi hafa samband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir