Ekta poppkornsmynd

Sögur úr ævintýraheimi lúðanna Astrópía fjallar um stelpu sem þarf …
Sögur úr ævintýraheimi lúðanna Astrópía fjallar um stelpu sem þarf að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar, og fyrirvinna, er handtekinn.
Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is
Íslenska stórmyndin Astrópía verður frumsýnd hinn 22. ágúst næstkomandi. Óhætt er að fullyrða að íslensk bíó-,,buff" sem og aðrir kvikmyndaunnendur bíði hennar með talsverðri óþreyju – myndin er líka fyrir margra hluta sakir forvitnileg, meðal annars hlaðin tæknibrellum, gríni, glensi og hasar.

Gunnar B. Guðmundsson leikstýrir Astrópíu, en hann kveður hana hafa verið um það bil sex ár í bígerð. Margir muna eflaust eftir glettilegu, súrrealísku örverki sem hann gerði um árið, Karamellumyndinni rómuðu, en hún hlaut Edduna árið 2003, og var auk þess tilnefnd fyrir besta handrit, leikstjórn, brellur og leikmynd, svo dæmi séu nefnd. En hver er maðurinn á bakvið leikstjórann, lesendum til frekari glöggvunar?

Gunnar hlær dillandi hlátri; hann er bersýnilega galvaskur maður og hláturmildur. „Undanfarin ár hef ég unnið í leikhúsi, gert auglýsingar, músíkvídeó, heimildardótarí og þannig lagað. Ég er í raun ekkert lærður, fór í Kvikmyndaskólann 1992, fyrsta árið sem hann var starfræktur; það var bara ein önn eða svo; síðan var ég í Listaháskólanum í fræðum og framkvæmd í leiklistardeild, en þurfti að fresta því námi vegna gerðar Astrópíu."

Gunnar rekur svo enn upp hlátur; segir að nú sé fresturinn raunar orðinn svo langur að hann þyrfti sennilega að þreyja inntökuprófið að nýju, hygðist hann halda áfram.

Nördar drýgja „hetjudáðir"

„;Handritshöfundar Astrópíu, Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar Grímsson, komu til mín fyrir svona fjórum, fimm árum. Mín aðkoma að þessu var í raun þannig að ég var nýbúinn með Karamellumyndina, og hafði eytt miklum tíma í hana, og var því ekki með mikið í höndunum á þeim tíma þegar ég kynntist þessu handriti – sem var mjög í stíl við það sem ég ætlaði og vildi fara að gera."

Gunnar kveðst mjög ánægður með myndina, og þykir greinilega gaman að spjalla um hana. „Þetta er tveggja heima mynd; hún gerist bæði í köldum raunveruleika og spennandi ævintýrum – það er í rauninni brandarinn í þessu: nördar sem breytast í ofurhetjur, en eru samt áfram nördar þó svo að þeir séu komnir í ofurhetjubúninginn."

Svo menn hafi eitthvað fyrir stafni...

En hvernig mynd er þetta; gamanmynd, spennumynd, hreinræktuð ævintýramynd? "Þetta er grínmynd – ævintýrin eru grín. Hún lítur alveg eins út og Lord of the Rings og allar þessar ævintýramyndir, eða eins nálægt því og komist verður, en þetta er samt allt í gríni, þó svo að skilin verði oft óljós í hasarnum."

Gunnar kveður leikarana fara á kostum. „Þetta er eiginlega mynd senuþjófanna; allir eiga sín móment – litlir hlutir verða stórir, og hlutir sem voru kannski ekki einusinni í handritinu eru allt í einu orðnir vel sýnilegir."

Að lokum segir Gunnar nóg af verkefnum lúra í pípunum, en klykkir út með lýsingu á Astrópíu: „Þetta er ekta „bíómynd", bara góð skemmtun, hasar, mikið grín; þetta er poppkornsmynd, svona til að menn geti fundið eitthvað að gera á meðan þeir borða poppið."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir