Ekta poppkornsmynd

Sögur úr ævintýraheimi lúðanna Astrópía fjallar um stelpu sem þarf …
Sögur úr ævintýraheimi lúðanna Astrópía fjallar um stelpu sem þarf að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar, og fyrirvinna, er handtekinn.
Eft­ir Sverri Nor­land sverr­irn@mbl.is
Astrópía

Gunn­ar B. Guðmunds­son leik­stýr­ir Astrópíu, en hann kveður hana hafa verið um það bil sex ár í bíg­erð. Marg­ir muna ef­laust eft­ir gletti­legu, súr­realísku ör­verki sem hann gerði um árið, Kara­mellu­mynd­inni rómuðu, en hún hlaut Edd­una árið 2003, og var auk þess til­nefnd fyr­ir besta hand­rit, leik­stjórn, brell­ur og leik­mynd, svo dæmi séu nefnd. En hver er maður­inn á bakvið leik­stjór­ann, les­end­um til frek­ari glöggv­un­ar?

Gunn­ar hlær dill­andi hlátri; hann er ber­sýni­lega gal­vask­ur maður og hlát­ur­mild­ur. „Und­an­far­in ár hef ég unnið í leik­húsi, gert aug­lýs­ing­ar, mús­íkvíd­eó, heim­ild­ar­dótarí og þannig lagað. Ég er í raun ekk­ert lærður, fór í Kvik­mynda­skól­ann 1992, fyrsta árið sem hann var starf­rækt­ur; það var bara ein önn eða svo; síðan var ég í Lista­há­skól­an­um í fræðum og fram­kvæmd í leik­list­ar­deild, en þurfti að fresta því námi vegna gerðar Astrópíu."

Gunn­ar rek­ur svo enn upp hlát­ur; seg­ir að nú sé frest­ur­inn raun­ar orðinn svo lang­ur að hann þyrfti senni­lega að þreyja inn­töku­prófið að nýju, hygðist hann halda áfram.

Nör­d­ar drýgja „hetju­dáðir"

AstrópíuKara­mellu­mynd­ina

Gunn­ar kveðst mjög ánægður með mynd­ina, og þykir greini­lega gam­an að spjalla um hana. „Þetta er tveggja heima mynd; hún ger­ist bæði í köld­um raun­veru­leika og spenn­andi æv­in­týr­um – það er í raun­inni brand­ar­inn í þessu: nör­d­ar sem breyt­ast í of­ur­hetj­ur, en eru samt áfram nör­d­ar þó svo að þeir séu komn­ir í of­ur­hetju­bún­ing­inn."

Svo menn hafi eitt­hvað fyr­ir stafni...

Gunn­ar kveður leik­ar­ana fara á kost­um. „Þetta er eig­in­lega mynd senuþjóf­anna; all­ir eiga sín mó­ment – litl­ir hlut­ir verða stór­ir, og hlut­ir sem voru kannski ekki ein­us­inni í hand­rit­inu eru allt í einu orðnir vel sýni­leg­ir."

Að lok­um seg­ir Gunn­ar nóg af verk­efn­um lúra í píp­un­um, en klykk­ir út með lýs­ingu á Astrópíu: „Þetta er ekta „bíó­mynd", bara góð skemmt­un, has­ar, mikið grín; þetta er popp­korn­s­mynd, svona til að menn geti fundið eitt­hvað að gera á meðan þeir borða poppið."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir