Leikstýrir fullorðnum

Árni Beinteinn Árnason mundar kvikmyndavélina.
Árni Beinteinn Árnason mundar kvikmyndavélina. mynd/Sverrir

Eftir Lovísu Hilmarsdóttur - lovisa@bladid.net Árni Beinteinn Árnason er 12 ára kvikmyndagerðarmaður. Hann vinnur núna að stærsta verkefni sínu hingað til og hefur ráðið fjölda starfsmanna í vinnu. Árni Beinteinn eyðir ekki deginum eins og venjulegir 12 ára krakkar. Árni er á fullu þessa dagana við að ráða fólk til vinnu, heldur fundi og semur handrit svo fátt eitt sé nefnt.

Foreldrar hans eru honum innan handar og vinirnir leika í myndunum hjá honum. Árni vann stuttmyndakeppni grunnskólanna og segir að þá hafi áhuginn á kvikmyndagerð vaxið til muna.

„Eftir að ég vann keppnina fór ég og lærði að klippa. Ég hef fengist við ýmislegt, en ég er núna að vinna að stærsta verkefninu mínu hingað til, framhaldsmynd af stuttmyndinni Ekki er allt sem sýnist. Undirbúningur er í fullum gangi núna og svo fer þetta allt af stað í næstu viku."

„Ég byrja daginn á því að hringja í þá sem vinna fyrir mig, myndatökumennina, leikarana og hljóðmennina, tékka á hvort allt sé í lagi og hnýti alla lausa enda. Þegar því er lokið fer ég á fundi með fólki sem ég ætla að ráða í vinnu og útskýri ýmislegt. Einnig eyði ég miklum tíma í að horfa á alls kyns efni til þess að fá hugmyndir. Núna horfi ég til dæmis á myndina sem ég er að gera framhald af einu sinni á dag. Svo er bara margt annað sem ég þarf að gera: útvega props, finna húsnæði til taka upp, leigja reykvélar, ljós og fleira. Ég er yfirleitt frekar þreyttur á kvöldin en ef ég hef tíma geri ég það sem venjulegir krakkar gera; fer í bíó og svoleiðis til að einangra mig ekki alveg."

Nánar er rætt við Árna Beintein í Blaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir