Ógæfa Lindsay Lohan sögð foreldrum hennar að kenna

Lindsay við frumsýningu Georgia Rule í maí.
Lindsay við frumsýningu Georgia Rule í maí. Reuters

Ógæfa Lindsay Lohan er foreldrum hennar að kenna, segir fyrrverandi lífvörður hennar. Lindsay hlaut afar slæmt uppeldi hjá foreldrum sínum, Dinu og Michael, sem veittu henni ekkert aðhald í uppvextinum heldur höfðu hana hreinlega að féþúfu.

Þetta kemur fram í viðtali tímaritsins In Touch Weekly við Tony Almeida, sem var lífvörður Lindsay á árunum 2002-2005. Almeida segir að bæði Dina og Michael hafi verið óöguð og misnotað fíkniefni og áfengi, sótt veislur og vanrækt uppeldi dótturinnar.

Þau hafi látið hana vinna baki brotnu og haft hana að féþúfu til að borga alla reikninga. „Lindsay sá fjölskyldunni farborða - en henni mislíkaði það. Þau treystu því að hún gæti borgað. Ég varð vitni að því þegar Lindsay var úrvinda og grátbað móður sína um að fá að fara í frí.“

Lindsay er tvítug. Um síðustu helgi bárust af því fréttir að hún væri komin í meðferð í þriðja sinn á skömmum tíma, eftir að hafa verið handtekin í Los Angeles fyrir ölvunarakstur og fíkniefnavörslu.

Almeida segir í viðtalinu að frá unga aldri hafi Lindsay orðið að þola líkamlegar og andlegar misþyrmingar föður síns, sem hafi misnotað lyf, og drykkju móður sinnar.

„Dina leyfði henni að gera hvað sem var, svo lengi sem hún var ánægð og vann. Á sextánda afmælisdaginn sinn drakk Lindsay allt sem henni datt í hug - ég sá hana drekka bjór og blanda öðrum drykkjum án þess að Dina hreyfði andmælum.“

Almeida segir ennfremur að þegar Lindsay var 15 ára hafi henni verið leyft að sofa í herbergi með kærasta hennar, Aaron Carter, sem var 14 ára, á hóteli á Miami Beach.

„Þau vissu að Lindsay svaf í sama herbergi og Aaron, en þau virtust ánægð með að hún skyldi hafa valið einhvern sem gæti hjálpað henni á söngferlinum.“

Almeida segist hafa orðið vitni að því er Lindsay hafi tekið hvítt duft upp í nefið. Hann fullyrðir ennfremur að hún hafi í mörg ár kallað á hjálp með því að skera sjálfa sig og hóta að fyrirfara sér.

Michael, faðir Lindsay.
Michael, faðir Lindsay. Reuters
Dina, móðir Lindsay.
Dina, móðir Lindsay. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir