Viktoría og Davíð verjast sólinni

Davíð og Viktoría Beckham.
Davíð og Viktoría Beckham. Reuters

Viktoría og Davíð Beckham beita öllum ráðum til að verja húðina fyrir sterkri sólinni í Los Angeles. Þau bera á sig dýrt, franskt andlitskrem sem vinkona þeirra Katie Holmes mælti með, til að draga úr hrukkumyndun af völdum sólarljóssins.

Beckhamfjölskyldan flutti vestur um haf í síðasta mánuði þegar Davíð hóf að spila með LA Galaxy, en síðan þau fluttu hefur þeim orðið tíðrætt um hve ólíkt sólskinið sé í Los Angeles miðað við það sem þau hafi átt að venjast í Madríd. Hafa þau bæði miklar áhyggjur af því að fá andlitshrukkur fyrir aldur fram.

Nánar tiltekið hefur Viktoría mestar áhyggjur af hrukkum við munnvikin, en Davíð af hrukkum við augun.

„Davíð brosir fyrir framan spegilinn og telur hrukkurnar sem koma í ljós,“ sagði heimildamaður breska blaðsins Daily Express.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir