Voru neðansjávarmyndir Rússa af norðurpólnum stolnar?

Finnskur dagblaðslesandi þóttist kannast við myndirnar sem sýndar voru af för rússneskra smákafbáta til norðurpólsins nýverið, og fullyrðir að þær séu stolnar úr kvikmyndinni Titanic.

Tveir rússneskir kafbátar, Mir1 og Mir2, fóru á pólinn, að því er fregnir hermdu, og settu þar niður rússneska fánann.

Ekki er efast um að myndirnar af því þegar bátarnir voru settir á flot hafi verið ekta, en óljóst er með myndirnar sem áttu að sýna það sem á eftir fór.

Neðansjávarmyndirnar eru alveg nákvæmlega eins og myndir úr Titanic, þar sem rússnesku kafbátarnir koma við sögu, að því er Berlingske Tidende greinir frá.

Finninn fráneygi hafði samband við blaðið Ilta-Sanomat, og greindi frá grunsemdum sínum, og blaðið hefur síðan leitað til rússneskra sjónvarpsstöðva með málið.

Berlingske Tidende tekur fram, að þótt myndirnar af pólför rússnesku bátanna kunni að reynast sviknar sé ekki þar með sagt að bátarnir hafi ekki farið á pólinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir