Forráðamenn hjá fjarskiptafyrirtækinu AT&T hafa viðurkennt að það hafi verið mistök hjá fyrirtækinu að ritskoða texta við eitt laga hljómsveitarinnar Pearl Jam við útsendingu á tónleikum sveitarinnar gegnum Netið.
Lagið sem þótti of róttækt nefnist „Daughters". Þar segir á einum stað: "George Bush, láttu heiminn vera", reyndar ekki á íslensku!
Þetta þótti ráðamönnum hjá AT&T helst til gróf árás á forseta Bandaríkjanna og ákváðu að láta þetta textabrot ekki heyrast þegar tónleikunum var dreift á Netinu.
Liðsmenn Pearl Jam voru að von ekki sáttir með niðurstöðu mála og sögðu málið í raun „snúast um svo miklu meira en ritskoðun á einu lagi".