Að vera svalur og heittrúaður

Ungt fólk í Saudi-Arabíu hefur gaman að því að horfa …
Ungt fólk í Saudi-Arabíu hefur gaman að því að horfa á tónlistamyndbönd. Reuters

Tónlistarmyndbönd í arabaríkjum njóta gríðarlegra vinsælda, en oftar en ekki má sjá kynþokkafulla og léttklædda tónlistarmenn syngja um ástina. Skilaboð nýs myndbands, sem er það fyrsta sem er alfarið framleitt í Sádi-Arabíu, eru einföld: Þú getur verið svalur og heittrúaður.

Myndbandið þykir vera óvenjulegt þar sem það var framleitt í landi þar sem trúaryfirvöld eru á þeirri skoðun að tónlist brjóti í bága við grunngildi íslam og hafa þau lagt bann við því að tónlist sé spiluð á opinberum stöðum. Þá er sádi-arabísk kona í einu aðalhlutverkanna í myndbandinu, en það er afar sjaldgæft að svo sé í einhverju sem er framleitt í konungsríkinu.

Malak Ghair Allah sló í gegn

Myndbandið sló hinsvegar í gegn þegar það var frumsýnt í vinsælli verslunarmiðstöð í hafnarbænum Jiddah í síðustu viku. Hundruðir mættu til þess að horfa myndbandið við „Malak Ghair Allah", sem myndi útleggjast á íslensku „Þú getur aðeins treyst á guð“, en það var sýnt á stórum skjá í stærsta sal verslunarmiðstöðvarinnar.

„Fólk gat ekki hætt að klappa. Sumir voru með tárvot augu,“ sagði Kaswara al-Khatib, leikstjóri tónlistarmyndbandsins.

Búist er við því að flestar gervihnattasjónvarpsstöðvarnar sem sýna tónlistarmyndbönd í Miðausturlöndum, sem eru alls um 30 talsins, muni taka myndbandið til sýninga í næstu viku.

Þrátt fyrir að klerkastéttin í Sádi-Arabíu hafi lýst vanþóknun sinni á tónlistarmyndböndum, sem þeir segja að geti spillt fólki, hafa stjórnvöld í landinu lagt blessun sína yfir það. Í lok myndbandsins kemur upp listi yfir þá sem áttu þátt í því að gera myndbandið að veruleika. Meðal þeirra nafna sem skjóta þar upp kollinum er upplýsingaráðuneyti landsins.

Allt gengur í haginn sé gengið á guðs vegum

Myndbandið segir sögu manns sem nýtur mikillar velgengni í lífinu, en hann hefur hinsvegar ratað af vegi íslam. Hann reykir, reynir við konur jafnvel þótt hann sé trúlofaður og tekur ekki þátt í bænahaldi með félögum sínum.

Smátt og smátt fer að halla undir fæti hjá honum. Dekkið á bílnum hans springur, vandamál skjóta upp kollinum í vinnunni og unnusta hans yfirgefur hann þegar hún sér hann tala við aðra konu. Söguhetjan lendir síðan í alvarlegu vélhjólaslysi. Þegar hann nær aftur bata byrjar hann að segja bænir, hættir að reykja, vinnur aftur hjarta unnustu sinnar og stendur sig vel í vinnunni. Allt er gott sem endar vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir