Casablanca endurgerð í Bollywood

Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í myndinni Casablanca, sem er …
Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í myndinni Casablanca, sem er ein af sígildum kvikmyndum Hollywood. AP

Indverskir kvikmyndagerðarmenn ætla að endurgera kvikmyndina sígildu Casablanca, þar sem Humphrey Bogart og Ingrid Bergman léku aðalhlutverkin. Indverska útgáfan á þó ekki að gerast í Rick´s Café í Marokkó heldur á veitingahúsi í suðurhluta Indlands og gerast í skugga stríðsátaka í Sri Lanka en ekki síðari heimsstyrjaldarinnar.

Breska blaðið Independent segir að aðdáendur Casablanca muni þó kannast við ýmislegt í nýju myndinni, sem fjalli um harðskeyttan veitingamann, sem gerir allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða fyrrum ástkonu sína og eiginmann hennar.

Það er indverski kvikmyndagerðarmaðurinn Rajeev Nath, sem leikstýrir nýju myndinni. Kvikmyndatökur eiga að hefjast í september og verður hún að hluta tekin í Sri Lanka en að hluta í Kerala í suðurhluta Indlands.

Bollywoodleikararnir Suresh Gopi og Mandira Bedi munu leika aðalhlutverkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir