Casablanca endurgerð í Bollywood

Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í myndinni Casablanca, sem er …
Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í myndinni Casablanca, sem er ein af sígildum kvikmyndum Hollywood. AP

Indverskir kvikmyndagerðarmenn ætla að endurgera kvikmyndina sígildu Casablanca, þar sem Humphrey Bogart og Ingrid Bergman léku aðalhlutverkin. Indverska útgáfan á þó ekki að gerast í Rick´s Café í Marokkó heldur á veitingahúsi í suðurhluta Indlands og gerast í skugga stríðsátaka í Sri Lanka en ekki síðari heimsstyrjaldarinnar.

Breska blaðið Independent segir að aðdáendur Casablanca muni þó kannast við ýmislegt í nýju myndinni, sem fjalli um harðskeyttan veitingamann, sem gerir allt sem í hans valdi stendur til að aðstoða fyrrum ástkonu sína og eiginmann hennar.

Það er indverski kvikmyndagerðarmaðurinn Rajeev Nath, sem leikstýrir nýju myndinni. Kvikmyndatökur eiga að hefjast í september og verður hún að hluta tekin í Sri Lanka en að hluta í Kerala í suðurhluta Indlands.

Bollywoodleikararnir Suresh Gopi og Mandira Bedi munu leika aðalhlutverkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup