Elvis-vika í fullum undirbúningi

Elvis Presley lést 16. ágúst árið 1977. Það eru hinsvegar …
Elvis Presley lést 16. ágúst árið 1977. Það eru hinsvegar ekki allir sammála því að kóngurinn sé gengin á vit forfeðra sinna. AP

Nóg verður um að vera hjá aðdáendum rokkarsöngvarans Elvis Presley í næstu viku, en á fimmtudag verða liðin 30 ár frá andláti Elvis. Búist er við því að um 50.000 manns muni koma saman í heimabæ hans í Memphis þegar kertavaka verður haldin við stórbýlið Graceland.

Priscilla, fyrrum eiginkona Elvis, og fyrrum hljómsveitarfélagar hans munu koma fram á tónleikum í borginni, og er uppselt á tónleikana.

Þá verður að sjálfsögðu eftirhermukeppni í gangi, þ.e. keppt verður í því hver hljómar eins og kóngurinn. Dánarbú rokkarans hefur hingað til ekki viljað viðurkenna slíkar keppnir þar til nú.

„Í áraraðir hafa verið eftirhermur af öllum stærðum og gerðum og frá öllum löndum heims, en dánarbúið hefur aldrei viðurkennt þær,“ segir dómarinn Joe Moscheo, sem lék með Elvis Presley í Las Vegas.

„Þau vildu ekki hafa neitt að gera með gaurana sem eru með hárkollurnar og bartana. Þau voru á því að þetta gerði lítið úr ímyndinni. Nú líta þau á þetta og segja: „Ef þeir ætla að vera þarna úti þá skulum við reyna að halda utan um stjórnartaumana.“

Kertavakan við Graceland verður útvarpað í beinni útsendingu á Elvis útvarpsstöðinni sem er send út í gegnum Sirius gervihnöttinn í Bandaríkjunum.

Elvis Presley lést í Graceland árið 1977 42ja ára að aldri. Hann hafði farið illa með sig en hann var orðin háður lyfjum og skyndibitafæði undir það síðasta.

Rokkkóngurinn við upphaf ferilsins.
Rokkkóngurinn við upphaf ferilsins. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir