Löggumyndin Rush Hour 3, með Jackie Chan, Chris Tucker og Max von Sydow í aðalhlutverkum, fékk mesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Myndin The Bourne Ultimatum, sem var í efsta sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sætið og kvikmyndin um Simpsonfjölskylduna fór í 3. sætið.
Óvenju mikil aðsókn hefur verið að kvikmyndum vestanhafs í sumar og tekjur af best sóttu myndunum 12 nú um helgina voru 37% hærri en um sömu helgi á síðasta ári.
Kvikmyndin Stardust, með Michelle Pfeiffer, Robert DeNiro, Peter O'Toole og Claire Danes í aðalhlutverkum, fór beint í 4. sæti en myndin var að hluta tekin upp hér á landi.
Mest sóttu myndirnar voru þessar: