Löggumynd fékk mesta aðsókn í Norður-Ameríku

Chris Tucker og Jackie Chan í Rush Hour 3.
Chris Tucker og Jackie Chan í Rush Hour 3.

Löggumyndin Rush Hour 3, með Jackie Chan, Chris Tucker og Max von Sydow í aðalhlutverkum, fékk mesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Myndin The Bourne Ultimatum, sem var í efsta sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sætið og kvikmyndin um Simpsonfjölskylduna fór í 3. sætið.

Óvenju mikil aðsókn hefur verið að kvikmyndum vestanhafs í sumar og tekjur af best sóttu myndunum 12 nú um helgina voru 37% hærri en um sömu helgi á síðasta ári.

Kvikmyndin Stardust, með Michelle Pfeiffer, Robert DeNiro, Peter O'Toole og Claire Danes í aðalhlutverkum, fór beint í 4. sæti en myndin var að hluta tekin upp hér á landi.

Mest sóttu myndirnar voru þessar:

  1. Rush Hour 3
  2. The Bourne Ultimatum
  3. The Simpsons Movie
  4. Stardust
  5. Underdog
  6. Hairspray
  7. I Now Pronounce You Chuck and Larry
  8. Harry Potter and the Order of the Phoenix
  9. No Reservations
  10. Daddy Day Camp.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir