Elsta manneskja í heimi látin - úr elli

Yone Minagawa á 114 ára afmælinu
Yone Minagawa á 114 ára afmælinu AP

Elsta manneskjan í heiminum, japanska konan, Yone Minagawa, lést úr elli í dag, samkvæmt frétt japanska síðdegisblaðsins Kyodo. Yone Minagawa var 114 ára að aldri en hún fæddist þann 4. janúar 1893. Samkvæmt heimsmetabók Guinness hafði hún borið titilinn „elsta manneskja í heimi" frá því í janúar er Emma Faust Tillman lést.

Þrátt fyrir háan aldur var Minagawa mjög hress til hins síðasta og naut þess að borða sælgæti. Sagði hún alltaf að það að borða vel og sofa vel væri lykillinn að langlífi. Hélt hún upp á það að vera allra kerlinga elst í byrjun ársins með því að fá sér góðan málsverð.

Ekki fylgir fréttinni hver fær nú heiðurinn af því að verða elsta manneskjan í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Upplýsingar um elsta fólk heims úr Wikipedia

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir