Gwyneth Paltrow stýrir spænskum matreiðsluþætti

Gwyneth Paltrow
Gwyneth Paltrow Reuters

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur samþykkt að stýra spænskum matreiðsluþætti með vini sínum, matreiðslumeistaranum Mario Batali. Paltrow leggur sér einungis heilsufæði til munns og segir að hún muni ekki koma að því að elda svínakjöt og nautakjöt þar sem hún borði það ekki.

Segist leikkonan vera mjög spennt fyrir gerð þáttanna en hún er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar. Hún ætti heldur ekki að lenda í vandræðum með spænskuna þar sem hún talar hana reiprennandi.

Gwyneth Paltrow var áður grænmetisæta en hætti því eftir að hún átti soninn Moses á síðasta ári, sem er annað barn hennar og tónlistarmannsins Chris Martin. Fyrir áttu þau hjónin dótturina Apple.

Lærimeistari Paltrow í eldhúsinu er heilsufrömuðurinn Dr Joshi en meðal viðskiptavina hans eru Cate Blanchett, Kate Moss og Rupert Everett.

Heimilar Dr Joshi Paltrow að borða hvítt kjöt og fisk, grænmeti og banana en hveiti, mjólkurvörur, tómatar, ávextir, sykur, rautt kjöt og fleira er á bannlista.

Allt um Gwyneth Paltrow á Wikipedia

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir