Potter-piltur slapp við ákæru

Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter.
Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter. Reuters

Franskur unglingur sem var handtekinn fyrir að gefa út á netinu sína eigin þýðingu á nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter mun ekki verða ákærður fyrir athæfið.

Að höfðu samráði við J.K. Rowling, höfund Harry Potter-bókanna, var ákveðið að höfða ekki skaðabótamál við unglinginn að sögn Gallimard, sem gefur út bækurnar um Harry Potter í Frakklandi.

„Markmiðið var aldrei fjárhagslegt, heldur var tilgangurinn að verja höfundarrétt,“ sagði talskona fyrirtækisins.

Franska þýðingin á Harry Potter and the Deathly Hallows, þ.e. hin opinbera franska þýðing, á að koma í franskar bókaverslanir þann 26. október.

Í síðustu viku var 16 ára gamall unglingspiltur handtekinn í borginni Aix-en-Provence sem er í Suður-Frakklandi. Hann sagði við lögregluna að hann hafi aldrei ætlað sér að græða á þýðingunni, sem birtist á netinu aðeins nokkrum dögum eftir að bókin var gefin út þann 21. júlí sl.

Gallimard segir að sérstök sveit sem berst gegn hverskonar sjóræningjastarfssemi hafi komið auga á þýðingu piltsins, en sérsveitin hafði verið að rannsaka skipulögð samtök sem birta þýðingar í leyfisleysi á netinu.

Fréttir herma að rannsóknarlögreglumennirnir hafi verið undrandi yfir því hversu góð þýðing piltsins hafi verið.

Þetta kemur fram á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir