Potter-piltur slapp við ákæru

Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter.
Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter. Reuters

Fransk­ur ung­ling­ur sem var hand­tek­inn fyr­ir að gefa út á net­inu sína eig­in þýðingu á nýj­ustu bók­inni um galdrastrák­inn Harry Potter mun ekki verða ákærður fyr­ir at­hæfið.

Að höfðu sam­ráði við J.K. Rowl­ing, höf­und Harry Potter-bók­anna, var ákveðið að höfða ekki skaðabóta­mál við ung­ling­inn að sögn Gallim­ard, sem gef­ur út bæk­urn­ar um Harry Potter í Frakklandi.

„Mark­miðið var aldrei fjár­hags­legt, held­ur var til­gang­ur­inn að verja höf­und­ar­rétt,“ sagði talskona fyr­ir­tæk­is­ins.

Franska þýðing­in á Harry Potter and the De­athly Hallows, þ.e. hin op­in­bera franska þýðing, á að koma í fransk­ar bóka­versl­an­ir þann 26. októ­ber.

Í síðustu viku var 16 ára gam­all ung­lings­pilt­ur hand­tek­inn í borg­inni Aix-en-Provence sem er í Suður-Frakklandi. Hann sagði við lög­regl­una að hann hafi aldrei ætlað sér að græða á þýðing­unni, sem birt­ist á net­inu aðeins nokkr­um dög­um eft­ir að bók­in var gef­in út þann 21. júlí sl.

Gallim­ard seg­ir að sér­stök sveit sem berst gegn hvers­kon­ar sjó­ræn­ingja­starfs­semi hafi komið auga á þýðingu pilts­ins, en sér­sveit­in hafði verið að rann­saka skipu­lögð sam­tök sem birta þýðing­ar í leyf­is­leysi á net­inu.

Frétt­ir herma að rann­sókn­ar­lög­reglu­menn­irn­ir hafi verið undr­andi yfir því hversu góð þýðing pilts­ins hafi verið.

Þetta kem­ur fram á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason