Potter-piltur slapp við ákæru

Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter.
Kápa sjöundu og síðustu bókarinnar í bókaröðinni um Harry Potter. Reuters

Franskur unglingur sem var handtekinn fyrir að gefa út á netinu sína eigin þýðingu á nýjustu bókinni um galdrastrákinn Harry Potter mun ekki verða ákærður fyrir athæfið.

Að höfðu samráði við J.K. Rowling, höfund Harry Potter-bókanna, var ákveðið að höfða ekki skaðabótamál við unglinginn að sögn Gallimard, sem gefur út bækurnar um Harry Potter í Frakklandi.

„Markmiðið var aldrei fjárhagslegt, heldur var tilgangurinn að verja höfundarrétt,“ sagði talskona fyrirtækisins.

Franska þýðingin á Harry Potter and the Deathly Hallows, þ.e. hin opinbera franska þýðing, á að koma í franskar bókaverslanir þann 26. október.

Í síðustu viku var 16 ára gamall unglingspiltur handtekinn í borginni Aix-en-Provence sem er í Suður-Frakklandi. Hann sagði við lögregluna að hann hafi aldrei ætlað sér að græða á þýðingunni, sem birtist á netinu aðeins nokkrum dögum eftir að bókin var gefin út þann 21. júlí sl.

Gallimard segir að sérstök sveit sem berst gegn hverskonar sjóræningjastarfssemi hafi komið auga á þýðingu piltsins, en sérsveitin hafði verið að rannsaka skipulögð samtök sem birta þýðingar í leyfisleysi á netinu.

Fréttir herma að rannsóknarlögreglumennirnir hafi verið undrandi yfir því hversu góð þýðing piltsins hafi verið.

Þetta kemur fram á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en skalt varast það að ganga of langt í þeim efnum. Vertu á varðbergi gegn freistingum og gylliboðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Loka