Þjálfari maraþondrengs handtekinn fyrir pyntingar

Budhia Singh á hlaupum.
Budhia Singh á hlaupum. Reuters

Þjálf­ari fimm ára gam­als ind­versks maraþon­hlaup­ara var hand­tek­inn í morg­un eft­ir að dreng­ur­inn sakaði hann um pynt­ing­ar. Móðir drengs­ins kærði þjálf­ar­ann til lög­reglu í borg­inni Bhubhnesw­ar í aust­ur­hluta Ind­lands en dreng­ur­inn, sem heit­ir Budhia Singh, sagði við sjón­varps­stöðvar að þjálf­ar­inn hefði lokað hann mat­ar­laus­an inni í her­bergi og barið sig með heitri járn­stöng.

Budhia Singh vakti heims­at­hygli í maí í fyrra þegar hann hljóp 65 km vega­lengd í fylgd 300 ind­verskra her­manna en hné niður rétt áður en hann komst í enda­markið. Barna­vernd­ar­yf­ir­völd í Orissa­fylki bönnuðu drengn­um að hlaupa lang­hlaup eft­ir að frétt­ir bár­ust um að hann væri vannærður og und­ir miklu lík­am­legu og and­legu álagi.

Bir­anchi Das, þjálf­ari drengs­ins, hélt því hins veg­ar fram að heilsa drengs­ins væri í besta lagi og hann væri þjóðarger­semi. Þess vegna krafðist hann þess að Orissa­fylki greiddi sér 2000 dali á mánuði vegna uppi­hald drengs­ins.

Budhia fædd­ist í fá­tækra­hverfi í borg­inni Bhubanesw­ar. Þegar hann var árs­gam­all lést faðir hans og móðirin seldi dreng­inn fyr­ir jafn­v­irði 1500 króna. Bir­anchi Das, sem starfaði sem júdóþjálf­ari í borg­inni, ætt­leiddi dreng­inn og upp­götvaði síðar að hann bjó yfir óvenju miklu þoli.

„Hann kom til mín þegar hann var þriggja ára. Einn dag skipaði ég hon­um í refs­ing­ar­skyni að hlaupa og gleymdi hon­um svo. Þegar ég sá hann sex tím­um síðar var hann enn á hlaup­um," var haft eft­ir Das á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant