Dúettsöngur Jaggers og Lennons gefinn út

John Lennon og Mick Jagger.
John Lennon og Mick Jagger.

Dúett sem Mick Jagger og John Lennon sungu fyrir rúmum þrjátíu árum verður á væntanlegri safnplötu þess fyrrnefnda, „The Very Best of Mick Jagger.“ Lennon lék einnig á gítar í upptökunni, og Ringo Starr á trommur.

Dúettinn var tekinn upp í Los Angeles 1973 en var ekki gefinn út. Upptakan var aftur á móti seld á uppboði í London fyrir fjórum árum.

Jagger mun hafa verið búinn að gleyma upptökunni, en salan á upptökunni varð til þess að athygli beindist að henni á ný.

Á plötu Jaggers, sem væntanleg er í október, verða einnig dúettar hans með Bono og David Bowie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir