Dúettsöngur Jaggers og Lennons gefinn út

John Lennon og Mick Jagger.
John Lennon og Mick Jagger.

Dúett sem Mick Jagger og John Lennon sungu fyrir rúmum þrjátíu árum verður á væntanlegri safnplötu þess fyrrnefnda, „The Very Best of Mick Jagger.“ Lennon lék einnig á gítar í upptökunni, og Ringo Starr á trommur.

Dúettinn var tekinn upp í Los Angeles 1973 en var ekki gefinn út. Upptakan var aftur á móti seld á uppboði í London fyrir fjórum árum.

Jagger mun hafa verið búinn að gleyma upptökunni, en salan á upptökunni varð til þess að athygli beindist að henni á ný.

Á plötu Jaggers, sem væntanleg er í október, verða einnig dúettar hans með Bono og David Bowie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir