Finnar setja heimsmet í maraþonkarókí

Skipuleggjendur maraþonkarókís í bænum Kouvola í Finnlandi segja að heimsmetið í karókísöng hafi verið slegið í gærkvöldi þegar þátttakendur höfðu sungið stanslaust í yfir 145 klukkustundir, en fyrra metið áttu Kínverjar. En Finnarnir ætla að halda söngnum áfram í samtals 240 tíma.

Það er Karókíklúbburinn í Kouvola sem skipuleggur maraþonið, en söngvarar hvaðanæva úr Finnlandi hafa lagt leið sína til bæjarins til að leggja sitt að mörkum. Met Kínverjanna, 145 tímar, er viðurkennt af Heimsmetabók Guinness.

Finnar eiga fyrir heimsmetið í fjöldakarókísöng, en það settu 80 þúsund aðdáendur hljómsveitarinnar Lordi í fyrra.

Karókí mun njóta mikilla vinsælda í Finnlandi, og eru sumir leigubílar þar í landi með útbúnað til að farþegar geti tekið lagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir