Finnar setja heimsmet í maraþonkarókí

Skipu­leggj­end­ur maraþonkarókís í bæn­um Kou­vola í Finn­landi segja að heims­metið í karókí­s­öng hafi verið slegið í gær­kvöldi þegar þátt­tak­end­ur höfðu sungið stans­laust í yfir 145 klukku­stund­ir, en fyrra metið áttu Kín­verj­ar. En Finn­arn­ir ætla að halda söngn­um áfram í sam­tals 240 tíma.

Það er Karókí­klúbbur­inn í Kou­vola sem skipu­legg­ur maraþonið, en söngv­ar­ar hvaðanæva úr Finn­landi hafa lagt leið sína til bæj­ar­ins til að leggja sitt að mörk­um. Met Kín­verj­anna, 145 tím­ar, er viður­kennt af Heims­meta­bók Guinn­ess.

Finn­ar eiga fyr­ir heims­metið í fjöldakarókí­s­öng, en það settu 80 þúsund aðdá­end­ur hljóm­sveit­ar­inn­ar Lordi í fyrra.

Karókí mun njóta mik­illa vin­sælda í Finn­landi, og eru sum­ir leigu­bíl­ar þar í landi með út­búnað til að farþegar geti tekið lagið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Notaðu daginn til þess að ræða við fulltrúa stjórnvalda og embættismenn í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Notaðu daginn til þess að ræða við fulltrúa stjórnvalda og embættismenn í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant