Lisa Marie Presley syngur með föður sínum

Elvis Presley í miklum ham.
Elvis Presley í miklum ham. AP

Á morgun, þegar 30 ár verða liðin frá andláti Elvis Presley, verður birt á vefsíðunni Spinner.com nýtt myndband þar sem Lisa Marie Presley, dóttir rokkkóngsins sést syngja með föður sínum hinn sígilda Elvis-slagara „In the Ghetto“.

Lisa Marie Presley segir að rödd hennar hafi verið bætt við upphaflega útgáfu lagsins lagið, sem er frá árinu 1969. „Ég hef aldrei grátið yfir neinu sem ég hef gert, en ég missti mig alveg þegar ég heyrði það,“ sagði hún. „Þetta er mjög lífrænt allt saman. Þetta er ekkert flókið tæknilega séð, þeir einfaldlega bættu mér inn í upprunalega lagið.“

Allur ágóði lagsins og myndbandsins verður nýttur til þess að byggja bráðabirgðahúsnæði fyrir heimilislausa í New Orleans, sagði hún.

Lisa Marie, sem er 39 ára, mun koma fram á tónleikum á morgun. Hún mun m.a. flytja „In the Ghetto“ með föður sínum, sem mun sjást á stórum skjá, auk fyrrum bakradda og hljómsveitar Elvis.

Lisa Marie Presley er óneitanlega lík föður sínum í útliti.
Lisa Marie Presley er óneitanlega lík föður sínum í útliti. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir