Matt Damon segir James Bond úreltan

Matt Damon í London í dag.
Matt Damon í London í dag. Reuters

Matt Damon segir að James Bond sé fastur í fortíðinni og úreltur. "Persónan Bond verður alltaf bundin við sjöunda áratuginn og byggð á gildismati þess tíma," sagði Damon, sem fer með aðalhlutverkið í spennumyndunum um Jason Bourne.

Breski spæjarinn sé "alveg út í hött" í þeim heimi sem við nú búum í, sagði Damon, en bætti því við að Bourne væri reyndar hvorki betri né verri en Bond.

Damon lét þessi orð falla við frumsýningu á nýjustu Bourne-myndinni, "The Bourne Ultimatum," í London í dag.

"Bond er heimsvaldasinni og kvenhatari sem drepur fólk og hlær, hann drekkur martíni og segir brandara. Bourne er óforbetrarnlegur einkvænismaður, kærastan hans er dáin en hann getur ekki hugsað um neitt nema hana," sagði Damon.

Bournemyndirnar, sagði hann ennfremur, snúast "ekki um að klæðast Prada-jakkafötum og horfa á konur koma úr sjónum í bikiníi. Þær snúast um grundvallaratriði og sannleikann, ekki stæla og yfirborðsmennsku."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir