Tónlist Lennons verður fáanleg á iTunes

John Lennon.
John Lennon. AP

Bandaríska fyrirtækið Apple Inc. tilkynnti í gær að öll tónlist Johns Lennons, sem komið hefur út frá því Bítlarnir hættu, verði fáanleg í netsölunni iTunes. Um er að ræða svipaðan samning, og Apple gerði við Paul McCartney. Nýleg lausn á langri vörumerkjadeilu milli Apple og Apple Corps., útgáfufélags Bítlanna, er sögð hafa

Apple segir að allar 16 sólóplötur Lennons, sem EMI Group gaf út, verði nú fáanlegar á iTunes í fyrsta skipti og einnig safnplöturnar Lennon Legend og Acoustic.

Reutersfréttastofan hefur eftir heimildarmönnum, að Apple muni brátt tilkynna um sambærilega samninga um sólóplötur Ringo Starrs og George Harrisons.

Apple neitaði að tjá sig um hvenær búast megi við því, að tónlist hljómsveitarinnar Bítlanna verði fáanleg á iTunes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar