Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur falið bandarískum lögmanni, Robert Barnett, að semja um útgáfuréttinn á endurminningum sínum. Barnett þessi tryggði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, 12 milljónir dala fyrir endurminningar hans.
Talið er að Blair muni fá svipaða upphæð fyrir sína bók, en talsmaður hans vildi þó ekki tjá sig um málið í dag. Orðrómur er um að Random House hafi náð óformlegu samkomulagi við Blair í fyrra um útgáfuréttinn.
Random House gaf út bók Clintons, „My Life,“ og einnig endurminningar fyrrverandi ráðgjafa Blairs, Alastairs Campbells.