jbk@mbl.is
Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því Elvis Presley lést á heimili sínu, Graceland, í Memphis í Tennessee. Hann var 42 ára gamall. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif kóngsins sem er einn stærsti tónlistarmaður í sögu rokksins. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara yfir ævi Presleys en hér á eftir fara nokkur ummæli þekktra manna um Presley.
- John Lennon
Þegar ég heyrði fyrst í Elvis vissi ég að ég myndi aldrei vinna fyrir nokkurn mann, enginn myndi nokkurn tímann verða yfirmaður minn. Að heyra í honum í fyrsta sinn var eins og að sleppa út úr fangelsi.
- Bob Dylan
Ekkert hafði raunveruleg áhrif á mig fyrr en ég heyrði í Elvis. Ef Elvis hefði ekki komið til hefðu Bítlarnir aldrei orðið til.
- John Lennon
Elvis var kóngurinn, án alls vafa. Menn eins og ég, Mick Jagger og allir hinir fetuðum bara í fótspor hans.
- Rod Stewart
Ég er bara söngvari. Elvis var holdgervingur bandarískrar menningar.
- Frank Sinatra
Þegar við vorum lítil börn í Liverpool þráðum við ekkert heitar en að verða Elvis Presley.
- Paul McCartney
Elvis var svo góður drengur, hæfileikaríkur og heillandi. Hann elskaði ostborgara, stelpur og móður sína. Þó ekkert endilega í þessari röð.
- Johnny Cash
Elvis er eins og stóri hvellur rokksins. Þetta byrjaði allt þar.
- Bono