Elvis lifir

Elvis Presley lést 16. ágúst árið 1977.
Elvis Presley lést 16. ágúst árið 1977. AP
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinson

jbk@mbl.is

Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því Elvis Presley lést á heimili sínu, Graceland, í Memphis í Tennessee. Hann var 42 ára gamall. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif kóngsins sem er einn stærsti tónlistarmaður í sögu rokksins. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara yfir ævi Presleys en hér á eftir fara nokkur ummæli þekktra manna um Presley.

Elvis dó þegar hann gekk í herinn. Það var þá sem þeir myrtu hann, það var þá sem þeir vönuðu hann.

- John Lennon

Þegar ég heyrði fyrst í Elvis vissi ég að ég myndi aldrei vinna fyrir nokkurn mann, enginn myndi nokkurn tímann verða yfirmaður minn. Að heyra í honum í fyrsta sinn var eins og að sleppa út úr fangelsi.

- Bob Dylan

Ekkert hafði raunveruleg áhrif á mig fyrr en ég heyrði í Elvis. Ef Elvis hefði ekki komið til hefðu Bítlarnir aldrei orðið til.

- John Lennon

Elvis var kóngurinn, án alls vafa. Menn eins og ég, Mick Jagger og allir hinir fetuðum bara í fótspor hans.

- Rod Stewart

Ég er bara söngvari. Elvis var holdgervingur bandarískrar menningar.

- Frank Sinatra

Þegar við vorum lítil börn í Liverpool þráðum við ekkert heitar en að verða Elvis Presley.

- Paul McCartney

Elvis var svo góður drengur, hæfileikaríkur og heillandi. Hann elskaði ostborgara, stelpur og móður sína. Þó ekkert endilega í þessari röð.

- Johnny Cash

Elvis er eins og stóri hvellur rokksins. Þetta byrjaði allt þar.

- Bono

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir