Fyrsti skóladagurinn í „englaskóla“ Mörtu Lovísu prinsessu

Marta Lovísa Noregsprinsessa.
Marta Lovísa Noregsprinsessa. AP

Fyrsti skóla­dag­ur­inn í hinum svo­kallaða „engla­skóla“ Mörtu Lovísu Nor­eg­sprins­essu var í dag.

Nem­end­ur þar von­ast til að Marta geti hjálpað sér að ná sam­bandi við engla, og hef­ur hver um sig reitt fram sem svar­ar um 120 þúsund ís­lensk­um krón­um í skóla­gjöld fyr­ir hverja önn.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur Af­ten­posten.

Marta Lovísa lýsti því yfir fyr­ir ekki löngu síðan að hún væri skyggn. Hef­ur hún sætt miklu ámæli síðan og marg­ir orðið til að krefjast þess að hún af­sali sér prins­essutign­inni.

Skól­ann, sem heit­ir reynd­ar Ast­arte Educati­on, rek­ur prins­ess­an ásamt Elisa­beth Samnöy, og þegar dyrn­ar voru opnaðar í dag beið mik­ill her fjöl­miðlafólks fyr­ir utan. Marta sagði að það kæmi ekki til greina að úr yrði ein­hvers­kon­ar frétta­manna­fund­ur. Hún væri búin að segja allt sem hún vildi segja um málið.

Marta bað síðan fjöl­miðlafólkið vin­sam­leg­ast um að láta nem­end­ur skól­ans í friði.

Ast­arte Educati­on býður upp á þriggja ára nám í heil­un, handa­yf­ir­lagn­ingu og fleiru. Á vef skól­ans er ít­rekað, að námið sé ekki op­in­ber­lega viður­kennt.

Einn nem­end­anna, In­ger Middelt­hon frá Lillehammer, var ákaf­lega ánægð og hrif­in af Mörtu Lovísu, sem hún sagði hafa staðið af sér ósann­gjarna gagn­rýni. „Þetta verður mjög spenn­andi,“ sagði Middelt­hon um skól­ann. Hún sagði að marg­ir Norðmenn tryðu á aðrar vídd­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú mátt ekki bregðast trausti þeirra, sem hafa falið þér viðkvæm leyndarmál sín. Prófaðu langa göngutúra í fersku lofti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka