Metsöluhöfundurinn skaut viðskiptavini bókabúðar í Alice Springs í Ástralíu skelk í bringu en viðskiptavinurinn sá mann ganga inn í búðina og krota í bækur. Verslunarstjóranum, Bev Ellis var gert viðvart enda er ekki vel séð að viðskiptavinir séu að skemma bækur án þess að kaupa þær.
Þegar Ellis kom á vettvang kom í ljós að King hafði áritað sex bækur sínar í versluninni. Hún sá hann handan við götuna og fór að spjalla við hann og sagðist myndi hafa bakað köku hefði hún vitað að það væri von á honum í bókabúðina.
Fimm bókanna sem King áritaði verða boðnar upp og ágóðinn mun renna til góðgerðarmála í bænum en sjöttu bókina keypti viðskiptavinurinn sem sá til höfundarins við áritunina.